Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497282935.12

    Náttúrufræði íslensk húsdýr
    NÁTT1ÍH02
    12
    náttúrufræði
    Íslensk húsdýr
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    SN
    Áfanginn fjallar um húsdýr og önnur dýr í náttúru Íslands. Áhersla er lögð á að nemandi þekki dýrin og tengsl þeirra við náttúruna og séu upplýst um þær nytjar sem Íslendingar hafa haft af þeim frá fornu fari og fram á þennan dag.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • einkennum íslenskra húsdýra, afkvæmum og fæðu
    • nytjum og afurðum dýranna
    • villtum dýrum í náttúru Íslands, einkennum og lifnaðarháttum þeirra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina í sundur íslensk dýr
    • greina afkvæmi dýranna
    • geta greint dýr út frá hljóðum þeirra
    • kunna skil á fæðu og lifnaðarháttum dýranna
    • kunna skil á afurðum og nytjum íslenskra dýra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera upplýstur um íslensk dýr og þekkja afurðir þeirra sem hluta af daglegri neyslu
    • þjóðarinnar í fæði og klæði
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda við ýmis konar verkefnagerð.