Í áfanganum er kennt um lífríki í hafinu umhverfis landið. Lögð er áhersla á að nemendur þekki algengar fiskitegundir og sjávardýr og lifnaðarhætti þeirra. Þá fá nemendur fræðslu um nýtingu sjávarafurða.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
völdum fiskitegundum og lifnaðarháttum þeirra
völdum hvalategundum og lifnaðarháttum þeirra
selum og lifnaðarháttum þeirra
völdum krabbadýrum og skelfiski
einkennandi sjávargróðri
afurðum sjávarfangs
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina í sundur algengar fiskitegundir
greina algengar tegundir krabba og skelfisks
kunna skil á átu og svifi og tilgangi þess í hafinu
kunna skil á þörungum, söli, og þangi
greina mismunandi afurðir sjávarfangs frá afurðum annarra dýra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vera upplýstur um lífríkið í hafinu umhverfis Ísland og nýtingu sjávarafurða til manneldis
Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda við ýmis konar verkefnagerð.