Markmiðið með áfanganum er að nemendur fræðist um algeng villt dýr sem eru áberandi í náttúru heimsins. Reynt er að staðsetja helstu heimkynni þeirra, einkenni og lifnaðarhætti.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
völdum dýrum í náttúru heimsins
heimkynnum dýranna
lifnaðarháttum þeirra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina nöfn valinna dýrategunda
staðsetja heimkynni þeirra eftir löndum eða heimsálfum
kunna skil á helsta fæðuvali og lifnaðarháttum sömu dýra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hafa innsýn í fjölbreytta dýrafánu heimsins
njóta þekkingar sinnar á ferðalögum erlendis
Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda við ýmis konar verkefnagerð.