Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497344342.88

    Næringarfræði heilsa og næring sérnám
    NÆRI1HN02
    6
    næringarfræði
    Heilsa og næring
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    SN
    Markmið með áfanganum er að nemandi öðlist þekkingu til að geta tekið ábyrgð á eigin heilbrigði. Höfuðmarkmið með kennslunni er að nemendur séu meðvitaðir um heilbrigða næringu og eðlilega orkuþörf líkamans.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirstöðu almennrar næringarfræði
    • neyslu hollrar og fjölbreyttrar fæðu
    • nauðsynlegum vítamínum og bætiefnum
    • tengslum hreyfingar og hollrar næringar
    • helstu efnum sem líkaminn er byggður úr
    • orkugjöfum og orkuþörf líkamans
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina á milli hollrar og óhollrar fæðu
    • reikna út næringarþörf sína
    • kanna eigin neysluvenjur
    • lesa á umbúðir og meta næringargildi matvæla
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tileinka sér holla lífshætti
    • taka rökstudda afstöðu til næringarmála í daglegri umræðu
    • gera sér grein fyrir eigin næringarþörf eins og kostur er
    • geta sett saman heilsusamlegar máltíðir
    • tengja næringarfræðina við daglegt líf og sjá notagildi hennar
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.