Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497344858.9

    Félagsfræði samfélagið sérnám
    FÉLA1SA04
    8
    félagsfræði
    Samfélagið
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    SN
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandi auki skilning sinn á samspili einstaklings og samfélags og vinni verkefni sem hafa það að markmiði að styrkja hann sem einstakling í samfélaginu. Frætt er um ólík fjölskylduform, mikilvægi menntunar, gildi vináttunnar, heilsugæslu, samgöngur og mikilvægi laga og reglna í samfélagi. Útskýrt er hvernig lýðræðisþjóðfélag eins og okkar er uppbyggt. Farið er yfir hlutverk Alþingis og ríkisstjórnar. Einnig er fjallað um fjölmiðla, áhrifamátt þeirra og gildi þess að fylgjast með fréttum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu stoðum íslensks samfélags
    • ólíkum fjölskylduformum
    • því hvernig lýðræðisþjóðfélag er uppbyggt með tilliti til starfa Alþingis og ríkisstjórnar
    • lýðræðislegum kosningum
    • helstu fjölmiðlum
    • eigin styrkleikum og hvernig þeir nýtast t.d. í tómstundastarfi og áframhaldandi menntun
    • ólíkum samskiptareglum, hvort sem er á vinnustað, í umferðinni og úti í náttúrunni
    • ýmis konar afþreyingu og skemmtun sem býðst til tómstunda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina á milli helstu stjórnmálaflokka eins og kostur er
    • greina á milli helstu fjölmiðla og vita hvar á að leita eftir ýmis konar upplýsingum
    • velja sér hugðarefni í tómstundum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í lýðræðislegum kosningum
    • nýta sér fjölmiðla
    • bera virðingu fyrir náttúrunni
    • eflast í trú á sjálfan sig og finna að framlag hans sé einhvers virði til þess að bæta umhverfið
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda við ýmis konar verkefnagerð.