Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497345184.75

    Félagsfræði lýðræði og mannréttindi sérnám
    FÉLA1LM04
    7
    félagsfræði
    Lýðræði og mannréttindi
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    SN
    Í áfanganum er lögð áhersla á að fræða nemendur um réttindi sín og skyldur ásamt því að hvetja þá áfram í að verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Fjallað er um jafnrétti þegna, kynjahlutverk, umburðarlyndi, samstöðu með öðrum íbúum heimsins, friðarvilja, skilning á félagslegu réttlæti og meðvitund um umhverfið og verndun þess.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig við erum öll tengd og háð öðru fólki, sem og öðrum löndum og heimshlutum
    • almennri stöðu kvenna og karla
    • grundvallaratriðum varðandi kynjahlutverk
    • ólíkum menningarheimum og mismunandi trúarbrögðum
    • hvernig þættir eins og búseta, fötlun, kyn og kynhneigð geti skapað mismun eða forréttindi í lífi fólks
    • eigin fordómum og staðalímyndum og fordómum í samfélaginu
    • almennum mannréttindum
    • gildi umhverfis og náttúru
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna að því að losa sig við staðlaðar hugmyndir um fólk og menningu
    • rækta með sér samkennd og virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra og taki ábyrgð á eigin lífi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • kynnast og finna til samkenndar með fólki sem er mjög ólíkt honum sjálfum, þar með taldir
    • flóttamenn, innflytjendur og fólk sem hefur almennt ólíkar skoðanir
    • taka á fordómum í samfélaginu og leitast við að fylgja málstað jöfnuðar og réttlætis
    • virða jafnrétti í samskiptum og vera meðvitaður og gagnrýninn á áhrif fyrirmynda og staðalmynda í eigin ímynd og lífsstíl
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda við ýmis konar verkefnagerð.