Í áfanganum er lögð áhersla á samspil einstaklings og umhverfis og þá ábyrgð sem fylgir því að verða fullorðinn. Farið er yfir þær breytingar sem verða við það að hætta í skóla og skoðað hvað getur tekið við. Lagt er upp með að nemendur skilji hvað það þýðir fyrir þá að flytjast að heiman, að stunda tómstundir o.fl. Fjallað er um sjálfstæði, virðingu og ábyrgð á margvíslegan hátt þannig að nemendur fái sem bestan skilning á þessum hugtökum og geti nýtt þann skilning í daglegu lífi sínu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum og aðferðum er tengjast fjármálum og skipulagningu þeirra
hugtökum sem tengjast siðferðilegri hegðun
helstu réttindum, skyldum og ábyrgð meðborgara í samfélaginu er lúta að lýðræði, jafnrétti og sjálfbærni
grundvallar öryggismálum á heimili, í skóla og á vinnustöðum
málefnum neytenda og neytendavernd í einföldustu mynd
gildi tómstunda
gildi heilbrigðs lífernis
ólíkum búsetuformum
gildi þess að læra meira
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skipuleggja og taka ábyrgð á eigin fjármálum ef kostur er
meta eigið siðferði og annarra eins og kostur er
greina hvenær og hvar öryggismál þurfa að vera í lagi
greina hvenær brotið er á honum í neytendamálum
leita sér upplýsinga um tómstundir, námskeið o.s.frv. með fyrir hugaða þátttöku í huga
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
setja sér fjárhagsleg markmið og vera læs á fjármál sín eins og kostur er
tryggja einfaldasta öryggi á eigin heimili
taka rökstudda afstöðu til siðferðislegra álitamála eins og kostur er
vera þátttakandi í lýðræðissamfélagi
Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda við ýmis konar verkefnagerð.