Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497346762.85

    Skyndihjálp grunnur sérnám
    SKYN1GR02
    5
    skyndihjálp
    Grunnnámskeið
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    SN
    Í áfanganum er lögð áhersla á mikilvægustu atriði skyndihjálpar. Fjallað er um helstu orsakir slysa og hvernig hægt er að fyrirbyggja eða lámarka slys. Kennd eru viðbrögð við algengum óhöppum, slysum og sjúkdómum. Farið er í hvernig tryggja á öryggi á slysstað. Þá er innihald sjúkrakassa kynnt og hvernig nýta má þá hluti sem þar er er að finna.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gildi þess að kunna rétt viðbrögð þegar slys eða óhöpp eiga sér stað
    • algengustu slysum og annarri óvæntri neyð sem við getum orðið fyrir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina einföldustu óhöpp og slys
    • setja plástur og teygjubindi
    • vita hvernig á að taka á blóðnösum
    • kæla einföld brunasár
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tryggja öryggi á slysstað að mestu eða að fá einhvern til þess
    • vita hvert á að leita þegar slys ber að höndum
    • veita fyrstu hjálp við minni háttar óhöpp
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda við ýmis konar verkefnagerð.