Í þessum áfanga er áhersla lögð á að finna störf á almennum vinnumarkaði eða á starfsþjálfunar-stöðum fyrir nemendur í því skyni að búa þá undir þátttöku í atvinnulífinu. Áhersla er lögð á sjálfstæði og skipulag í vinnubrögðum. Einnig er áhersla lögð á að efla ábyrgð og frumkvæði í starfi. Kynningar og starfsþjálfun er skipulögð eftir óskum og þörfum nemenda og forráðamanna þeirra og mögulega í samvinnu við starfsráðgjafa, vinnumiðlanir og aðrar þær stofnanir er málið varðar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi aðstæðum á vinnumarkaði
vinnuaðstæðum sem tilheyra ákveðnum störfum s.s. tæki og áhöld
eigin verkhæfni við ákveðin störf
eigin styrk- og veikleikum til að eiga betra með að velja sér starf við hæfi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
viðhafa skipulögð vinnubrögð
viðhafa sjálfstæð vinnubrögð
vinna eftir fyrirmælum
varast hættur sem fylgja viðkomandi starfi
hafa samskipti við samstarfsfólk og stjórnendur
tileinka sér sem bestan vinnuhraða ásamt úthaldi og einbeitingu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: