Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497347733.53

    Starfsnám starfsnám í mötuneyti sérnám
    STAR1SM02
    31
    starfsnám
    Starfsnám í mötuneyti
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    SN
    Í þessum áfanga er áhersla lögð á að finna störf innan skólans fyrir nemendur í því skyni að búa þá undir þátttöku í atvinnulífinu. Áhersla er lögð á sjálfstæði og skipulagningu í vinnubrögðum. Einnig er áhersla lögð á að efla ábyrgð og frumkvæði í starfi. Vinnan fer fyrst og fremst fram í eldhúsi mötuneytis nemenda þar sem nemendur læra ýmis konar frágang.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • vinnuaðstæðum sem tilheyra ákveðnum störfum s.s. tæki og áhöld
    • eigin verkhæfni við ákveðin störf
    • eigin styrk- og veikleikum til að eiga betra með að velja sér starf við hæfi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • viðhafa skipulögð vinnubrögð
    • viðhafa sjálfstæði vinnubrögð
    • vinna eftir fyrirmælum
    • varast hættur sem fylgja viðkomandi starfi
    • hafa samskipti við samstarfsfólk og stjórnendur
    • tileinka sér sem bestan vinnuhraða ásamt úthaldi og einbeitingu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • auka vinnufærni sína
    • takast á við störf á almennum vinnumarkaði
    • njóta þess að sinna verkum sínum
    • sýna ábyrgð og frumkvæði í starfi
    Símat.