Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497349815.63

    Starfsnám trésmíði sérnám
    STAR1TR02
    30
    starfsnám
    Trésmíði
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    SN
    Í áfanganum eru kennd grunnatriði trésmíða í því skyni að búa þá undir þátttöku í atvinnulífinu. Áhersla er lögð á sjálfstæði og skipulagningu í vinnubrögðum. Einnig er áhersla lögð á að efla ábyrgð og frumkvæði í starfi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • vinnuaðstæðum sem tilheyra ákveðnum störfum s.s. tæki og áhöld
    • eigin verkhæfni við ákveðin störf
    • eigin styrk- og veikleikum til að eiga betra með að velja sér starf við hæfi
    • umgengni og notkun á rafmagnshandverkfærum og öðrum handverkfærum eins og kostur er
    • helstu öryggisþáttum
    • vinnuaðstöðu og vinnuumhverfi
    • meðferð, notkunarsviði og virkni einstakra hand- og rafmagnsverkfæra
    • öryggisreglum einstakra hand- og rafmagnshandverkfæra
    • meðferð og notkun einstakra límtegunda
    • grunnatriðum í yfirborðsmeðferð smíðaviðar og plötuefnis
    • öryggisreglum og öryggisráðstöfunum við yfirborðsmeðferð svo sem lakks og annarra efna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • viðhafa skipulögð vinnubrögð
    • viðhafa sjálfstæð vinnubrögð
    • vinna eftir fyrirmælum
    • varast hættur sem fylgja viðkomandi starfi
    • tileinka sér sem bestan vinnuhraða ásamt úthaldi og einbeitingu
    • nota mismunandi tegundir verkfæra, véla og efna
    • nota algengustu hand- og rafmagnshandverkfæri
    • nota áhöld til mælinga og uppmerkinga
    • bera yfirborðsefni á tré með mismunandi hætti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • auka vinnufærni sína
    • takast á við störf á almennum vinnumarkaði
    • njóta þess að sinna verkum sínum
    • sýna ábyrgð og frumkvæði í starfi
    Símat.