Áfanginn fjallar um fjármál. Markmiðið er að nemandi öðlist skilning á hinum ýmsu hugtökum sem tengjast fjármálum og þekki ábyrgð og skyldur á eigin fjármálum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
peningum
debet- og kreditkortum
launaseðli
sköttum
einföldu bókhaldi
bankaviðskiptum
vöxtum
afslætti
vanskilum
verðbólgu
hagkerfi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota peninga, debet- og kreditkort
lesa af launaseðli
færa einfalt bókhald
nota bankastofnanir og heimabanka til að fylgjast með eigin fjármálum
reikna vexti og afslátt
varast vanskil
lesa og skilja einfaldan texta um skattamál, verðbólgu og hagkerfi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta fylgst með eigin fjármálum og tekið upplýsta ábyrgð
hafa innsýn í þá orðræðu sem fylgir umfjöllun um skattamál, verðbólgu og hagkerfi
Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda við ýmis konar verkefnavinnu.