Áfanginn fjallar um grunnþekkingu á rúmfræði. Kennt er um lögun hluta og stærð og æfðar máltökur. Áhersla er lögð á að nemandi læri að beita einföldum formúlum við útreikninga.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
að greina í sundur helstu grunnform rúmfræðinnar
lengd og breidd
hugtökunum „heil og brotin lína“
að beita formúlum sem þarf til að reikna út flatarmál og ummál
hugtökunum „tvívíð“ og „þrívíð“
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita reglustiku og tommustokk
teikna sex grunnform rúmfræðinnar
reikna flatarmál ferhyrnings, þríhyrnings og trapísu
reikna ummál
mæla horn og lesa úr gráðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
til sjálfsbjargar í daglegu lífi
sem grunn að frekara stærðfræðinámi
Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.