Höfuð markmið með áfanganum er að efla kunnáttu nemanda á klukku og samhengi tímatals. Þá er einnig fjallað um helstu hátíðar- og tyllidaga. Í kennslunni er stuðst við kennsluklukku, sérútbúið efni og almanak.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
klukku
samhengi daga, vikna, mánaða, árs og aldar
hátíðar- og tyllidögum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa af klukku
kunna fjölda daga í viku
kunna fjölda daga og vikna í mánuði
kunna fjölda daga, vikna og mánaða í ári
kunna skil á einni öld
kunna skil á hátíðar- og tyllidögum og ástæðu þeirra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vera stundvís í lífi og starfi
vera meðvitaður í tíma og rúmi
Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.