Í áfanganum er höfuð áherslan á undirstöðu í almennum brotum. Áfanginn byggir á því að veita nemanda skilning á hvernig brot eru hlutföll af heilli tölu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvernig brot eru hlutfall af heilli tölu
teljara og nefnara
hvernig má breyta almennum brotum í tugabrot
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
finna jafn stór brot
stytta brot
lengja brot
breyta almennum brotum í heilar tölur og brot
breyta almennum brotum í tugabrot
leggja saman, draga frá, margfalda og deila með almennum brotum
reikna út hlutfall með almennum brotum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
styðjast við í útreikningum á hlutföllum í stærðfræði daglegs lífs
nota sem undirstöðu að frekara námi í stærðfræði
Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda við ýmis konar verkefnagerð.