Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497352748.34

    Stærðfræði tugabrot sérnám
    STÆR1TU04
    66
    stærðfræði
    Tugabrot
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    SN
    Í áfanganum er höfuð áherslan á undirstöðu í almennum brotum. Áfanginn byggir á því að veita nemanda skilning á hvernig brot eru hlutföll af heilli tölu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig brot eru hlutfall af heilli tölu
    • teljara og nefnara
    • hvernig má breyta almennum brotum í tugabrot
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • finna jafn stór brot
    • stytta brot
    • lengja brot
    • breyta almennum brotum í heilar tölur og brot
    • breyta almennum brotum í tugabrot
    • leggja saman, draga frá, margfalda og deila með almennum brotum
    • reikna út hlutfall með almennum brotum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • styðjast við í útreikningum á hlutföllum í stærðfræði daglegs lífs
    • nota sem undirstöðu að frekara námi í stærðfræði
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda við ýmis konar verkefnagerð.