Í stærðfræðiáfanganum er stefnt að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar hann kemur í framhaldsskóla. Æfðar eru algengar reikniaðgerðir og notuð margvísleg tól og tæki í kennslu. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandi geti notað vasareikni.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
að reikna og leysa einföld stærðfræðiverkefni með aðstoð vasareiknis
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leggja saman og draga frá
deila og margfalda
nota vasareikni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
styðjast við stærðfræði í daglegu lífi
nýta sem grunn að frekara stærðfræðinámi
Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.