Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497353695.43

    Stærðfræði tölfræði og líkindareikningur sérnám
    STÆR1TL04
    64
    stærðfræði
    líkindareikningur, tölfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    SN
    Í áfanganum er lögð áhersla á einfalda tölfræði og líkindareikning. Áfanginn er ætlaður nemanda með undirstöðu í almennum stærðfræðiaðgerðum. Markmið áfangans er kynna hagnýtingu tölfræðinnar og hvernig fræðilegar líkur verða til með útreikningi en raunverulegar líkur fundnar út með tilraunum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökunum tíðni, dreifing, þýði, miðsækni og frávik
    • myndrænum töfluritum
    • að lesa töflur og gröf
    • hugtakinu líkindi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa úr og teikna upp einfalt myndrit með dæmum á tveimur ásum
    • lesa úr og teikna upp einfalt graf með dæmum á tveimur ásum
    • finna hvað skorar hæst og hvað minnst
    • finna meðaltal
    • finna miðgildi
    • finna tíðasta gildið
    • reikna úr einföldu dæmi um líkindi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa úr einföldum rannsóknarniðurstöðum
    • nýta sem undirstöðu að frekara námi
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda við ýmis konar verkefnagerð.