Áhersla er annars vegar lögð á að kenna nemendum ýmis spil og efla þar með áhuga þeirra á þess konar tómstundum. Hins vegar er áherslan á að efla félagsfærni nemenda. Með því að læra að spila ýmis ólík spil má þjálfa nemendur í samskiptareglum og í því að vera hluti af hópi þar sem fylgja þarf ákveðnum reglum. Nemendur þurfa að læra að vinna og tapa í spilum og takast á við þær tilfinningar sem fylgja því.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
ýmis konar spilum, s.s. hefðbundnum spilum, borðspilum og skák
því að leggja kapal
gildi þess að fara eftir settum reglum í spilum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
spila ýmis konar spil og fara eftir spilareglum sem gilda hverju sinni
setja sig í spor annarra
taka tapi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: