Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497357390.97

    Tónlist tónlistarsaga sérnám
    TÓNL1TS04
    1
    tónlist
    Tónlistarsaga
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    SN
    Í áfanganum er leitast við að kynna nemendum tónlistarsögu í afar stórum dráttum. Farið verður yfir helstu tónlistarstefnur allt fram á þennan dag. Einnig verða helstu hljóðfæraflokkar kynntir nemendum. Nemendur hlusta á tóndæmi og horfa á ýmis brot úr verkum og lögum og vinna verkefni sem miða að því að dýpka þekkingu þeirra á tónlist og um leið víkka út áhugasvið þeirra.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • því hversu ríkan þátt tónlist á í lífi okkar
    • tónlistarsögunni í stórum dráttum
    • einkennum helstu tónlistarstefna
    • helstu hljóðfæraflokkum
    • því að ekki hafi allir sama tónlistarsmekk
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina einföld tóndæmi út frá ólíkum tónlistarstefnum
    • greina einstök þekkt hljóðfæri við hlustun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • njóta tónlistar betur
    • víkka út sjóndeildarhring sinn þegar kemur að tónlistarhlustun
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda við ýmis konar verkefnagerð.