Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497358197.93

    Umferðarfræðsla öryggi í umferðinni sérnám
    UMFF1ÖU02
    1
    Umferðarfræðsla
    Öryggi í umferðinni
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    SN
    Í áfanganum er unnið með umferðarfræðslu. Unnið er að því að efla vitund nemenda um umferðarmerki og umferðarmenningu. Í áfanganum er farið í þróun og sögu bílamenningar, tölfræðistaðreyndir um slys og sektargreiðslur. Einnig eru fræðslumyndbönd og auglýsingar skoðaðar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • umferðarmerkjum
    • ábyrgð sinni í umferðinni
    • hættum sem ber að varast í umferðinni
    • ferlimálum fatlaðs fólks
    • sögu og þróun umferðar
    • tölulegum upplýsingum um þróun umferðar og bílafjölda
    • sektargreiðslum og dómum vegna brota á umferðarlögum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fylgja umferðarlögum og reglum
    • sýna tillitssemi og kurteisi í umferðinni
    • taka ábyrgð á sér í umferðinni
    • þekkja hættur í umferðinni og afleiðingar þeirra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • ferðast um umhverfi sitt á öruggan hátt
    • vara sig á hættum í umferðinni
    • sýna ábyrga og kurteisa hegðun í umferðinni
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda við ýmis konar verkefnagerð.