Það kom upp villa
senda inn
Áfangi
Áfangi Nánari upplýsingar
Umhverfisfræði náttúruvernd og sjálfbærni sérnám
Náttúruvernd og sjálfbærni
SN
Áfanginn fjallar um umhverfisfræði. Markmið áfangans er að gera nemanda meðvitaðan um umhverfi sitt, nýtingu auðlinda og náttúruvernd.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- náttúruvernd
- helstu auðlindum Íslands
- nánasta umhverfi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- tengja saman hugmyndafræði um nýtingu auðlinda og náttúruvernd
- kunna skil á stóriðju og orkuverum eins og kostur er
- skilja hugtök um umhverfismat
- skilja og nota hugtök um vistvænt, lífræna ræktun og sjálfbærni eins og kostur er
- kunna skil á mengun í andrúmslofti, jörð, vatni og sjó
- greina sundur úrgang til endurvinnslu
- tengja almennt siðgæði við náttúruvernd
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta haft áhrif á jákvæða þróun í umhverfismálum
Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.