Í áfanganum er nemendum kennt að nýta sér tölvu til gagns og ánægju við nám, störf og tómstundir. Megináhersla er á upplýsingaöflun, vinnu og gagnavörslu ásamt því að kynnast hinum ýmsu forritum eftir því sem við á hverju sinni. Þá er nemandi fræddur um þá siðfræði sem gildir á samskiptasíðum netheima og hvað helst beri þar að varast. Nemendur þjálfist í tölvu- og upplýsingalæsi og átti sig á mikilvægi heiðarlegrar og siðlegrar netnotkunar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnatriðum ritvinnslu og frágangi verkefna
upplýsingaöflun á netmiðlum
heilbrigðum tómstundum í tölvunni
óskrifuðum reglum siðfræðinnar á samskiptasíðum netmiðla
helstu aðferðum við að setja upp aðgengilegan texta, myndir og kynningar af ýmsu tagi
mikilvægi þess að fylgja ákveðnum umgengisreglum við tölvunotkun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna verkefni í ritvinnslu
búa til möppur og vista rétt
kynna verkefni í ýmsum forritum
nota tölvupóst
nýta leitarsíður og afla upplýsinga á netinu
nýta hin ýmsu leikjaforrit á netinu
umgangast samskiptasíður á heilbrigðan hátt
vera meðvitaður um þær hættur sem kunna að skapast á samskiptasíðum við fólk sem maður þekkir ekki
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér tölvuþekkingu til gagns og ánægju í lífinu