Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497438966.96

    Trésmíði handavinna sérnám
    TRÉS1HV04(SN)
    10
    trésmíði
    Trésmíði og handavinna
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    SN
    Í áfanganum eru kennd grunnatriði trésmíða með áherslu á þekkingu og færni í notkun handverkfæra og rafmagnshandverkfæra, trésamsetningum, límingum, pússningu og yfirborðsmeðferðum. Nemendur kynnast notkun algengra tegunda viðarlíms og yfirborðsefna og tekið er fyrir val og umhirða á verkfærum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • umgengni og notkun á rafmagnshandverkfærum og öðrum handverkfærum eins og kostur er
    • helstu öryggisþáttum
    • vinnuaðstöðu og vinnumhverfi
    • meðferð, notkunarsviði og virkni einstakra hand- og rafmagnsverkfæra
    • öryggisreglum einstakra hand- og rafmagnshandverkfæra
    • meðferð og notkun einstakra límtegunda
    • grunnatriðum í yfirborðsmeðferð smíðaviðar og plötuefnis
    • öryggisreglum og öryggisráðstöfunum við yfirborðsmeðferð svo sem lakks og annarra efna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota mismunandi tegundir verkfæra, véla og efna
    • nota algengustu hand- og rafmagnshandverkfæri
    • nota áhöld til mælinga og uppmerkinga
    • bera yfirborðsefni á tré með mismunandi hætti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • smíða hluti eftir eigin vali og getu eins og kostur er
    Símat.