Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497439580.45

    Stuttmyndagerð grunnur sérnám
    STUT1GR04(SN)
    2
    Stuttmynd
    Grunnur
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    SN
    Í áfanganum er lagt upp með að nemendur komi að sem flestum þáttum við gerð stuttmyndar s.s. hugmyndavinnu, handritsgerð, leik, útvegun búninga, leikmynd og tæknivinnu, þ.e. klippingu og hljóðsetningu. Kennslan er einstaklingsmiðuð og því munu nemendur fást við ólík verkefni sem henta hverjum og einum og viðfangsefni miðuð við getu og þroska nemenda.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hlutverki hugmyndavinnu í stuttmyndagerð
    • hlutverki handritsgerðar í stuttmyndagerð
    • hlutverki „storyboard“ í stuttmyndagerð
    • virkni myndbandstökuvélar
    • klippingu kvikmynda
    • texta mynd
    • hljóðvinnslu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera „storyboard“
    • taka upp senur á einfalda myndbandstökuvél
    • klippa saman mynd með einföldum aðferðum í klippiforriti
    • vinna hljóð inn á mynd
    • setja texta inn á mynd
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera stuttmynd
    • taka þátt í stuttmyndakeppni starfsbrauta framhaldsskólanna
    Símat.