Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: Wed, 14 Jun 2017 13:05:57 GMT

    Náttúrufræði inngangur að náttúrufræði sérnám
    NÁTT1IN04
    17
    náttúrufræði
    Inngangur að náttúrufræði
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    SN
    Áfanginn fjallar um ýmis viðfangsefni náttúrufræða. Honum er m.a. ætlað að efla þekkingu nemandans á upphafi alheims og stöðu jarðar í sólkerfinu. Nemendur kynnast stjörnu- og veðurfræði. Áhersla er lögð á að nemendur fræðist um íslenska náttúru og einkenni hennar, s.s. lífríki landsins og fjölbreytni þess. Fæðukeðjur eru útskýrðar og fjallað um nýtingu lands og sjávar. Fjallað er um dýr sem lifa á Íslandi, bæði villt dýr sem og húsdýr.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tilurð alheimsins út frá stjarnfræðilegum vísindum
    • almennum hugtökum stjörnufræðinnar
    • almennum hugtökum veðurfræðinnar
    • áhrifum veðurfars á lífríki jarðar
    • samspili manns og náttúru
    • fjölbreytileika og einkennum íslenskrar náttúru
    • einkennum íslenskra húsdýra, afkvæmum og fæðu, nytjum og afurðum
    • villtum dýrum í náttúru Íslands, einkennum og lifnaðarháttum þeirra
    • fuglum í náttúru Íslands
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina stöðu jarðar í sólkerfi okkar
    • telja upp helstu stjörnur í sólkerfi okkar
    • lesa veðurkort
    • skýra hringrás vatns, kolefnis og súrefnis í vistkerfi jarðarinnar
    • nota einföld hugtök úr náttúruvísindum
    • greina helstu tegundir íslenskra fugla
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera meðvitaður um sérstöðu jarðarinnar í sólkerfinu
    • leita sér upplýsinga um veðurfar sem koma að gagni í daglegu lífi
    • taka upplýstar ákvarðanir og ábyrgð á eigin hegðun í samspili við náttúruna
    • þekkja afurðir íslenskra húsdýra sem hluta af daglegri neyslu
    • þroska með sér virðingu fyrir lífi, náttúru og umhverfi
    • vera forvitinn um umhverfi sitt og náttúru
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda við ýmis konar verkefnagerð.