Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497539248.97

    Listaakademía - ábyrgð
    LIAK3ÁB03
    1
    Listaakademía
    Ábyrgð
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    Ýmsar listgreinar fléttaðar inn í námið eftir áhuga kennara og nemenda og því listastarfi sem áberandi er í nærumhverfi skólans á hverjum tíma. Nemendur fá aukna þjálfun í framsögn og ýmsum upphitunaræfingum og –leikjum og aðferðum spunavinnu. Nemendur vinna að tónlistarflutningi, raddbeitingu, persónusköpun og útlitshönnun. Nemendur bera ábyrgð á smærri verkefnum og byggja á þeirri reynslu sem þeir hafa þegar öðlast í náminu.
    LIAK2SK03 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sjálfstæði á markaðsetningu og auglýsingargerð fyrir komandi sýningu og eða smærri viðburði í skólanum
    • vinnu með framsögn og ýmsum upphitunaræfingum
    • persónusköpun og útlitshönnun
    • mikilvægi jákvæðrar nálgunar og samvinnu í skapandi starfi
    • tónlistar- og raddþjálfun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • útsjónasemi í persónusköpun fyrir þá viðburði sem stefnt er á
    • sjálfstæði við skipulagningu á stærri eða smærri viðburðum fyrir skólann
    • að stýra minni hópum í einföldum verkefnum tengdum þeim viðburðum sem unnið er að
    • að koma fram með ýmisskonar kynningar fyrir viðburði eða skólann og vera leiðandi í slíkum verkefnum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skapa eigið viðfangsefni í samræmi við þau viðfangsefni unnið er að í hvert skiptið, t.d. í leikskrágerð og auglýsingaefni
    • sýna sjálfstæði í verkefni og unnið þau alveg sjálfstætt eða stýrt minni hóp
    • frumkvæði nemanda endurspeglist í viðfangefnum verkefna hvers tíma
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.