Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1498040586.04

    Líkams- og heilsurækt
    ÍÞRÓ2LC01
    8
    íþróttir
    líkams- og heilsurækt
    Samþykkt af skóla
    2
    1
    Í áfanganum er lögð áhersla á sem flesta þætti í heildrænni líkams- og heilsurækt. Nemendur eru fræddir á markvissan hátt um líkams- og heilsuvernd til að rækta líkama sinn sér til heilsubótar og ánægju til æviloka. Nemendur útbúa eigin þjálfunaráætlun auk þess sem fjallað er um líkamleg og sálræn áhrif reglubundinnar hreyfingar. Farið er yfir helstu líffræðilegar forsendur þjálfunar svo sem starfsemi vöðva, liða, tauga og blóðrásar. Nemendur fá fræðslu um gildi þess að lifa heilbrigðu lífi og fá að kynnast fjölbreyttum möguleikum umhverfisins til íþrótta, líkams- og heilsuræktar. Lögð er áhersla á mikilvægi svefns og slökunar í nútíma þjóðfélagi ásamt upplýsingalæsi. Verkefnavinna byggist á að nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin heilsu og líkama. Nemendur geta valið um eftirfarandi leiðir: 1) Hefðbundnar íþróttir, líkams- og heilsurækt (kennsla í íþróttahúsi og kennslustofum Miðbæjarskólans og utandyra). 2) Skipulagða íþróttaiðkun innan íþróttafélags ásamt bóklegri kennslu (stunda íþróttagrein innan sérsambanda ÍSÍ, keppni á Íslandsmóti og æfa undir leiðsögn íþróttafræðings).
    ÍÞRÓ2GH01
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • forsendum og áhrifum þjálfunar á líkama og heilsu
    • skipulagningu þjálfunar og mikilvægi markmiðssetningar
    • mismunandi aðferðum til eflingar líkama og heilsu
    • fjölbreyttum þjálfunaraðferðum allra grunnþátta: þols, styrks, liðleika, snerpu og hraða
    • loftháðu- og loftfirrtu þoli
    • mikilvægi og mismun á almennu og sérhæfðu þoli
    • snerpu og hraða
    • aðferðum til að mæla og meta þjálfunarástand
    • helstu reglum og öryggisatriðum varðandi líkamlegt álag
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja verklega þjálfun í líkams- og heilsurækt
    • setja sér raunhæf markmið
    • þjálfa á markvissan og fjölbreyttan hátt þol, styrk og hraða
    • taka þátt í þjálfun sem gefur jákvætt viðhorf til líkams- og heilsuræktar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leysa af hendi verkefni sem snúa að skipulagi eigin þjálfunar
    • leysa af hendi verkefni sem eru hvetjandi
    • takast á við áskoranir daglegs lífs
    • velja líkamsrækt við sitt hæfi
    • fyrirbyggja álagssjúkdóma
    Áfanginn er símatsáfangi