Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1498476098.19

    Bókmenntir, málsaga og ritun
    ÍSLE2MÁ05(MA)
    34
    íslenska
    Mál- og menningarsaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    MA
    Grunnþættir áfangans eru ritun, munnleg tjáning, lestur, bókmenntagreining, saga málsins og málstefna. Lesin er ein nútímaskáldsaga og tvær til þrjár smásögur. Sögurnar eru teknar til umfjöllunar og aðferðum bókmenntafræðinnar beitt. Fjallað verður um Snorra-Eddu, norræna goðafræði og helstu þættir málsögu og hljóðfræði kynntir. Nemendur vinna að sjálfstæðri rannsókn og kynna verk sín. Ýmis ritunarverkefni eru unnin í tengslum við námsefnið.
    Náttúru- og menningarlæsi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hljóðfræði og hljóðmyndun nútímamáls
    • meginþáttum í sögu íslensks máls og málstefnu
    • eðlisþáttum smásagna og skáldsagna
    • undirstöðuatriðum í framsögn, framkomu og upplestri ritaðs máls
    • uppbyggingu mismunandi texta
    • mismunandi málfari í fjölmiðlum
    • helstu hugtökum í ritgerðasmíð
    • málfræðihugtökum og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
    • orðaforða sem nægir til að skilja íslenskt nútímamál í ræðu og riti
    • mismunandi tegundum bókmennta og nytjatexta ásamt grunnhugtökum bókmenntafræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • koma fyrir sig orði á viðeigandi hátt
    • gera grein fyrir skoðunum sínum og annarra
    • byggja upp texta
    • lesa bókmenntir sér til gagns og geta greint öðrum frá því
    • meta málnotkun og taka afstöðu til hennar
    • nota viðeigandi hjálpargögn á markvissan hátt við frágang ritsmíða
    • nýta málfræðihugtök og málfræðilegar upplýsingar til að efla eigin málfærni
    • skilja og nota algeng stílbrögð í tal- og ritmáli
    • draga saman og nýta upplýsingar úr ýmiss konar heimildum og flétta saman við eigin viðhorf og ályktanir á heiðarlegan hátt
    • flytja af nokkru öryggi ræður, endursagnir, lýsingar og kynningar á tileknum málefnum
    • lesa sér til gagns og gamans bókmenntaverk jafnt sem nytjatexta og fjalla um inntak þeirra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • flytja mál sitt frammi fyrir áheyrendum
    • greina bókmenntir og beita grunnhugtökum við það
    • greina aðalatriði í texta
    • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið og sýna tilbrigði í málnotkun
    • styrkja eigin málfærni til dæmis með því að nýta málfræðiupplýsingar í handbókum
    • beita skýru, lýtalausu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
    • taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
    • túlka ólíka texta
    Fjölbreytt símat og lokapróf.