Nemendur mæta í sundlaug. Farið er í æfingar og drillur til að auka sundfærni í helstu sundtegundum, bringusundi, skriðsundi, baksundi og flugsundi. Notuð eru ýmis hjálpargögn eins og sundflár, blöðkur og spaðar. Einnig er unnið með þolæfingar í lengri vegalengdum. Farið er í helstu skyndihjálparatriði sem upp geta komið í sundlaug (köfun, björgunarsund, lífgunaraðferðir). Farið er inn á hvernig hægt er að nýta möguleika vatnsins til endurhæfingar og leikfimiæfinga.
HEIL1HL02 eða HEIL1HN02
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
tækni í sundaðferðunum
skyndihjálparatriðum í sundlaug
möguleikum vatnsins til endurhæfingar og styrkingar
forvarnargildi heilsuræktar fyrir líkama og sál
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
synda allar sundaðferðir sér til heilsubótar
geta bjargað sjálfum sér og öðrum í vatni
tileinka sér tækni í mismunandi sundaðferðum
nýta sundferðir til þol- og styrktarþjálfunar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
synda töluverða vegalengd sér til ánægju og heilsubótar
hafa vald á mismunandi sundtegundum til að auka fjölbreytni við sundiðkun
framkvæma æfingar til endurhæfingar og auka styrk
geta brugðist við slysum sem upp geta komið í sundlaug eða við vötn
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.