Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1505310400.92

    Bolti/knattleikir 1
    HEIL1BB01(MA)
    13
    heilsa, lífsstíll
    Bolti, knattleikir
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    MA
    Í áfanganum eru allar helstu boltagreinar teknar fyrir, auk spaðaíþrótta. Farið er í mikilvægustu tækniatriði greinanna og fjölbreyttar upphitunaræfingar og leiki tengda viðkomandi greinum. Þegar tækifæri gefst eru nemendur hvattir til að nýta þekkingu sína og reynslu úr sinni íþróttagrein til að miðla til samnemenda sinna eins og með stjórnun upphitunar og einstaka tækniatriði. Einnig er unnið með almenna grunn- og þrekþjálfun.
    HEIL1HL02 eða HEIL1HN02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • leikreglum og tækni mismunandi greina
    • mikilvægi þess að huga að grunnþjálfun samhliða boltaíþróttum
    • forvarnargildi hreyfingar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fara eftir leikreglum í ýmsum boltagreinum
    • framkvæma einföld tækniatriði í mismunandi greinum
    • vinna saman og hafa jákvæð samskipti innan vallar sem utan
    • nýta þrek og þolæfingar í bland við boltagreinar til uppbyggingar líkamans
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • stunda mismunandi boltagreinar sér til ánægju og heilsubótar
    • velja hentugar æfingar sem nýtast mismunandi boltagreinum
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.