Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1505310711.79

    Jóga 2
    HEIL1JB01(MA)
    12
    heilsa, lífsstíll
    Jóga 2
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    MA
    Nemendur eru verklegum jóga- og þrektímum í íþróttasal. Viðfangsefnin sem tekin eru fyrir eru annars vegar jógaæfingar og stöður, pilates kvið- og bakæfingar, teygjur og slökun og hins vegar þrektímar þar sem unnið er með þol- og styrktaræfingar þannig að nemendur fái fjölbreytta þjálfun. Áhersla er lögð á aukið flæði og fleiri jógategundir kynntar. Nemendur læra um ávinning æfinganna og efla líkamsvitund sína.
    HEIL1HL02 eða HEIL1HN02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • líkama sínum og líkamsvitund
    • mikilvægi þess að styrkja sig jafnt andlega sem líkamlega
    • forvarnagildi líkamsræktar
    • mismunandi tegundum jóga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja jógaæfingar saman í ákveðið flæði
    • gera sér grein fyrir hvaða áhrif jógastöður hafa á líkamann
    • geta nýtt sér slökun í daglegu lífi
    • nýta þrek- og þolæfingar í bland við jógaæfingar til uppbyggingar líkamans
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • finna út hvaða heilsurækt hentar honum
    • geta bjargað sér með einfaldar jógaæfingar og sett saman eigið jógaprógramm
    • auka núvitund sína
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.