Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1505311271.8

    Ræktin/þrek 1
    HEIL1RÆ01(MA)
    15
    heilsa, lífsstíll
    Ræktin/þrek
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    MA
    Eitt meginmarkmiða áfangans er að nemendur geti unnið sjálfstætt, sett sér markmið og unnið markvisst að þeim. Nemendur útbúa sína eigin æfingaáætlun í samráði við kennara og undir hans leiðsögn og valdar afkastamælingar eru lagðar fyrir nemendur. Áhersla er lögð á að nemendur geri sér grein fyrir ábyrgð sinni á eigin heilsu og finni líkams- og heilsurækt sem hentar þeim. Í áfanganum er komið til móts við nemendur sem æfa afreksíþróttir á þann hátt að þeir geta unnið eftir æfingaáætlun frá þjálfara. Með þessu fyrirkomulagi geta þeir bætt sig í viðkomandi íþróttagrein. Kennslustundirnar fara ýmist fram í líkamsræktarsal eða úti þar sem nemendur geta nýtt sér ýmsa íþróttaaðstöðu eða farið út að hlaupa.
    HEIL1HL02 eða HEIL1HN02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu reglum og öryggisatriðum varðandi líkamlegt álag og meiðslahættu
    • markmiðssetningu og uppbyggingu þjálfunaráætlunar
    • forvarnargildi almennrar heilsuræktar
    • æfingum sem bæta líkamsstöðu og vinnutækni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka þátt í alhliða líkams- og heilsurækt
    • framkvæma æfingar sem styrkja og móta helstu vöðva og liðamót líkamans
    • öðlast leikni í líkamsbeitingu og vinnutækni
    • þjálfa, hreyfa og virkja líkamann til að hafa áhrif á jákvæða upplifun og viðhorf til líkams- og heilsuræktar
    • beita ólíkum aðferðum til að meta þol, styrk og liðleika
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta eigið þol, styrk og liðleika og byggja áframhaldandi þjálfun á þeim upplýsingum
    • skipuleggja eigin þjálfun, setja sér markmið og sýna þannig sjálfstæð vinnubrögð
    • meta heilsufarslegt ástand sitt og geta brugðist við því
    • geta unnið með öðrum og verið hvetjandi
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.