Nemendur ná tökum á teikniforriti og að teikna einfaldar rafeindarásir. Nemendur læra um hefðbundin form teikninga, stöðluð tákn og merkingar. Nemendur æfa sig í mismunandi gerðum teikninga.
Grunnnám rafiðna
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
teikniforriti sem býður upp á tákn og tengingu milli tákna
helstu táknum í rafeindatækni
formi sem teikningar eru unnar á
merkingum teikninga og mikilvægi þeirra
faglegu mikilvægi góðra teikninga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
teikna rafeindarásir
setja upp grunn fyrir teikningu með öllum atriðum merkinga
teikna teiknitákn og geyma í táknabanka
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
teikna rafeindarás á teikniforriti á faglegan og snyrtilegan hátt
teikna rásateikningu af almennu rafeindatæki
hanna íhlutatákn í teikniforriti til nota síðar
geta flutt teikningar milli forrita
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.