Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506524631.92

    Fagteikning veikstraums
    FAGV3RE01(CV)
    1
    fagteikning veikstraums
    Rafeindarásir, teikningar
    Samþykkt af skóla
    3
    1
    CV
    Nemendur læra um teiknitákn í rafeindavélbúnaði og að teikna einfalt iðnstýrikerfi með skynjurum og mótorum. Einnig eru teiknuð kerfi þar sem sjálfvirkni er til staðar og samspil búnaðar yfir net (Internet hlutana). Teikningar uppfylla kröfur þannig að iðnaðarmenn geti unnið eftir henni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • táknum iðnstýrieininga í rafeindavélbúnaði
    • mikilvægi faglegra vinnubragða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • teikna litlar framleiðslulínur fyrir iðnað eða önnur sjálfvirk kerfi.
    • nota teiknitákn fyrir iðnstýringar og sjálfvirkni.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta teiknað framleiðslulínu með mótorum og skynjurum sem tengjast rafmagni, tölvum og öðrum búnaði.
    • geta teiknað kerfi þar sem sjálfvirkni eða gagnasöfnun á sé stað.
    • geta teiknað kerfi þar sem búnaður vinnur saman yfir internetið.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.