Nemendur kynnist SM (Switch mode) spennugjafatækni og samanburði hennar við línulega spennugjafa. Læra um virkni SM spennugjafa, geri einfalda bilanagreiningu í slíkum tækjum og öðlist skilning á virkni þeirra. Áhersla lögð á verklega vinnu við mælingar og túlkun mælingarniðurstaða. Kynntar eru nokkrar gerðir orkubreyta, magnara og sérhæfðra magnara. Vinna við greiningu og bilanaleit í línulegum spennugjöfum. Lögð er áhersla á teikningalestur og greiningu búnaðar í einingar (blokkir) til að staðsetja virkni.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
virkni mismunandi SM rása
virkni línulegra spennubreyta
virkni orkubreyta
virkni og mikilvægi jarðsambanda innan rafeindarása.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
mæla SM rásir og gera sér grein fyrir mögulegum orsakavöldum bilana.
mæla línulega spennugjafa og bilanagreina.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina tegund SM spennugjafa.
teikna blokkmynd af SM spennugjafa.
mæla SM spennugjafa með bilun í og greina orsök.
mæla línulega spennugjafa með bilun í og greina orsök.
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.