Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506527938.18

    Stýritækni og forritun
    STTV2RE05(AV)
    1
    stýritækni og forritun
    forritunarmál, hugbúnaðargerð, sjálfvirkni, stýringar, þróunarumhverfi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Nemendur læra grundvallaratriði í þriðja kynslóðar forritunarmáli eins og C og hvernig hægt er að nota það til að forrita smátölvur(Microcontrollers). Nemendur setja upp þróunarumhverfi og annan hugbúnað sem þarf til hugbúnaðargerðar, bæði fyrir smátölvur og litlar PC tölvur. Unnið er með grunnatriði í forritun eins og lykkjur, val og ítrekun. Unnin eru einföld forritunarverkefni þar sem horft er á ýmiskonar sjálfvirkni og stýringar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • samþættingu véla og tölva
    • þriðja kynslóðar forritunarmáli
    • grunnatriðum í forritun
    • notkun flæðirita
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • forrita einfaldar skipanir í þriðja kynslóðar forritunarmáli
    • þýða forrits kóða og setja forrit upp á smátölvum.
    • vinna með flæðirit.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja upp flæðirit fyrir forrit
    • skrifa forrit eftir flæðiriti
    • skrifa einföld stýriforrit.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.