Áfanginn fjallar um skyndihjálp og fyrstu viðbrögð við áföllum og slysum. Nemandinn fær fræðslu um helstu áverkaeinkenni og rétt viðbrögð við þeim ásamt þjálfun í notkun fjögurra skrefa skyndihjálparkeðjunnar. Lögð er áhersla á að nemandinn sé virkur þátttakandi í náminu og hafi sjálfstraust til að takast á við fjölbreytt verkefni.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
fjórum skrefum skyndihjálparkeðjunnar sem eru að; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp
helstu áverkaeinkennum og réttum viðbrögðum við þeim
helstu einkennum bráðra veikinda og réttum viðbrögðum við þeim
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
veita sálræna skyndihjálp
beita endurlífgun og kunna á sjálfvirk stuðtæki í neyðartilfellum
leggja sjúkling í læsta hliðarlegu og tryggja þannig öryggi hans
binda um sár og flytja sjúkling til við yfirvofandi hættu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna rétt viðbrögð við slysum
meta ástand sjúkra og slasaðra
nýta skyndihjálp við slys og bráð veikindi
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.