Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507117089.19

    Fab lab
    NÝSK1FA03
    12
    nýsköpun
    fab lab smiðja
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Farið er almennt yfir búnað í Fab Lab smiðjunni og þá möguleika sem felast í notkun hennar. Farið er yfir notkun á Inkscape tvívíddar vektor hugbúnaði. Kennt hvernig teikna á upp hluti, breyta og flytja á mismunandi skráarsnið. Kennt hvernig á að breyta raster myndum í vektor myndir. Farið er yfir grunnatriði í notkun á teikniforritinu Sketchup og hvernig er hægt að nýta sér það til ýmissa verkefna. Farið er yfir grunnatriði í notkun á laserskurðartæki, vinylskera og tölvustýrðum fræsara. Hér er einnig verið að vinna með sköpunarkraft nemandans þar sem fá skylduverkefni eru heldur þemaverkefni, þar sem nemandi þarf að vinna út frá hinum ýmsu sjónarhornum að eigin verkum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hugmyndafræði Fab Lab
    • Helstu efnistegundum sem notaðar eru við hin ýmsu verkefni
    • Kostum og göllum hinna ýmsu efnistegunda
    • Þekkingu á algengum samsetningum
    • Getu og takmörkum mismunandi tækjabúnaðar með tilliti til efnisvals
    • Aðferðum sem hafa að markmiði að bæta nýtingu hráefna, sem og förgun úrgangs
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Greina kosti og galla mismunandi samsetningaraðferða
    • Greina mun á milli vetor og raster mynda
    • Setja upp verkefni í viðeigandi form fyrir vinnslu
    • Setja inn verkefni á netið
    • Geta skipulagt og framkvæmt eigin hugmyndir
    • Bera ábyrgð á efnisvali út frá því verkefni sem hann hefur kosið sér
    • Velja viðeigandi verkfæri og tækjabúnað með tilliti til framkvæmdarinnar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta komið hugmynd sinni á það form að mögulegt sé að framleiða hana, teikningar, efnisval og annað sem hefur áhrif sé sett upp á skipulegan og aðgengilegan máta
    • Greina orsakir galla sem fram koma í framkvæmd og mæla fyrir um aðgerðir til úrbóta
    Skrifleg umfjöllun og myndir um hvert verkefni á tilskyldum tíma. Einnig verður tekið til mats: • Frumkvæði, frumleg hönnun • Vinnusemi • Frágangur, umgangur um vélar og verkstæði sem og tillitsemi við kennara og aðra nemendur • Vandvirkni og handbragð nemandans við vinnu sína