Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507633982.88

    Rafmagnsfræði fyrir vélstjóra 4
    RAMV3RF05
    None
    Rafmagnsfræði
    fasvik, rafmagnsfræði riðstraums, vektormyndir
    í vinnslu
    3
    5
    Þessi áfangi fjallar um grundvallaruppbyggingu og eðli riðstraums og þau lögmál og hugtök sem þar eiga við. Nemendur öðlast þekkingu og færni við að beita vektoramyndum og útreikningi í riðstraumsrásum og öðlast þannig skilning á orsökum og áhrifum fasviks í riðstraumsrásum bæði, einfasa og þriggja fasa, ásamt því að öðlast betri skilning á raforkukerfum og geti annast rekstur þeirra.
    RAMV2SR05 STÆF2RH05.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallarhugtökum riðstraumsfræðinnar
    • fasviki í riðstraumsrásum og orsökum þess
    • notkun vektora við að ákvarða stærðir í riðstraumsrásum
    • notkun hornafalla til að reikna út stærðir í vektoramyndum
    • þrískiptingu afls í riðstraumsrásum
    • aðferðum við að leiðrétta fasvik í riðstraumsrásum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • framkvæma útreikninga á einfasa riðstraumsrásum með blönduðu álagi
    • framkvæma útreikninga á þriggja fasa riðstraumsrásum með og án fasviks
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Finna orsök óeðlilegs fasviks í skipum
    • reikna út stærðir þétta sem þarf til að leiðrétt fasvik
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.