Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507733140.02

    Afbrotafræði
    FÉLA3AF05(ms)
    23
    félagsfræði
    almenn félagsfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    ms
    Framhaldsáfangi þar sem lögð er áhersla á að beita kenningum og rannsóknaraðferðum með það að markmiði að auka þekkingu nemenda á afbrotafræði sem fræðigrein. Nemendur öðlast færni í að beita helstu hugtökum afbrotafræðinnar, vinna með áhrif frávika á samfélagið, og skilgreiningu og flokkun afbrota. Einnig er leitast við að nemendur þekki samhengi menningar og afbrota. Mikilvægt er að nemendur geti greint hið félagslega ferli er liggur að baki hegðun afbrotamanna. Þannig er lögð áhersla á að nemandinn geti fjallað um frávik og afbrot út frá félagsfræðilegu sjónarhorni og beitt félagsfræðilegum hugtökum og kenningum á efnið.
    FÉLA2SF05(ms)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Afbrotafræði sem fræðigrein.
    • Tengslum félagsmótunar og afbrota.
    • Samhengi menningar og afbrota.
    • Frávikum og afbrotum sem afstæðum fyrirbærum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita félagsfræðilegu innsæi við umfjöllun um frávik og afbrot.
    • Gera grein fyrir og beiti ólíkum kenningum í afbrotafræði.
    • Greina frá hvernig afbrot eru afstæð eftir menningu samfélaga.
    • Skilgreina ólík hugtök og geri grein fyrir helstu gerðum afbrota.
    • Beiti öguðum vinnubrögðum, taki ábyrgð á eigin námi og geti unnið í samvinnu við aðra.
    • Vinna með heimildir og fella þær að tjáningu í ræðu og riti.
    • Miðla fræðilegum texta á fjölbreyttan og skilmerkilegan hátt.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Móta sér skoðun um ólík viðfangsefni afbrotafræðinnar og beiti gagnrýnni hugsun í fræðilegri og í almennri umræðu.
    • Skilgreina og skýra helstu hugtök greinarinnar í töluðu og rituðu máli.
    • Beita gagnrýnni hugsun í fræðilegri umræðu sem og í almennri umræðu.
    • Skilja helstu aðferðir afbrotafræðinnar og nýta sér kenningar hennar í töluðu og rituðu máli.
    Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.