Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507884901.74

    Lífsleikni með áherslu á skólabrag og samfélag
    LÍFS1UF02(AV)
    66
    lífsleikni
    samfélag, skólabragur, umgengni og samskipti
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    AV
    Markmið áfangans er að kynna nemandanum innviði skólans, námsval, starfshætti, nám og félagslíf. Nemandinn er búinn undir þátttöku í samfélaginu með því að efla félagslega færni og siðferðiskennd. Lögð er áhersla á að efla samskipti og jákvæða lífssýn nemandans sem auðveldar honum að takast á við kröfur og ögranir daglegs lífs. Jafnframt er lögð áhersla á að gera hann meðvitaðan um þá ábyrgð sem hann hefur gagnvart sjálfum sér og skólasamfélaginu. Í áfanganum er stuðlað að styrkingu félagstengsla milli nemenda og þeir búnir undir að takast á við krefjandi nám og leggja þannig grunn að frjóu menntasamfélagi. Nemandinn eflist í að koma fram af virðingu við aðra í fjölbreyttu þjóðfélagi. Nemandinn fær tækifæri til að vinna við margvísleg viðfangsefni á fjölbreyttan og skapandi hátt. Um er að ræða verkefnabundið nám með áherslu á samvinnu og frumkvæði.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • kröfum sem gerðar eru í námi í framhaldskóla
    • þýðingu þess að lifa í samfélagi við aðra
    • framtíðarmöguleikum sínum
    • mikilvægi markmiðasetningar og leiðum að settum markmiðum
    • skólasamfélaginu, námsvali og stoðþjónustu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • bera virðingu fyrir sjálfum sér
    • sýna umburðarlyndi, samhyggð og virðingu fyrir öðrum
    • tjá sig í töluðu og rituðu máli
    • verða betur meðvitaður um sjálfan sig, áhugasvið sitt og styrkleika
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • auka færni sína í mannlegum samskiptum
    • meta eigin vinnubrögð
    • bæta ákvörðunartöku í daglegu lífi
    • taka þátt í samfélagi sem er í sífelldri þróun
    • bera ábyrgð á eigin námi
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.