Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507888872.03

    Íþróttir með áherslu á hreyfingu
    HREY1HL01
    8
    Hreyfing
    Hreyfing og lýðheilsa - verklegt
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    AV
    Áfanginn er verklegur og fer fram í íþróttasal eða utandyra. Áhersla er lögð á grunnþættina þol, styrktaræfingar og liðleika. Fjölbreyttar aðferðir verða notaðar til að auka úthald, s.s útihlaup/ganga, þrektæki, stöðvaþjálfun og leikir. Leitast verður við að æfingar hæfi getu og áhuga hvers og eins. Farið verður í æfingar til að bæta líkamsstyrk, s.s. æfingar með eigin líkamsþyngd. Gerðar verða teygjuæfingar í lok kennslustundar og farið yfir mikilvægi þeirra.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hversu mikilvæg góð heilsa er fyrir framtíðina
    • hvað reglubundin hreyfing getur verið góð forvörn fyrir ýmsa andlega og líkamlega sjúkdóma
    • mikilvægi úthalds-, styrktar- og liðleikaþjálfunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • auka úthald sitt, styrk og liðleika með fjölbreyttum aðferðum sem henta hverjum og einum
    • reikna út æfingarpúls fyrir brennslu- og/eða þolþjálfun
    • nota aðferðir til að mæla þol, styrk og liðleika
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta heilsulæsi sitt til að nálgast upplýsingar og nýta sér þær til að efla og viðhalda góðri heilsu
    • viðhalda og/eða bæta líkamlega heilsu
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.