Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507889745.53

    Íþróttir með áherslu á grunnþjálfun
    HREY1GV01
    11
    Hreyfing
    Grunnáfangi verklegt
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    AV
    Í áfanganum fær nemandinn leiðsögn við að framkvæma æfingar sem styrkja líkamann. Nemandinn kynnist teygjuæfingum, göngu, æfingum í vatni, stöðvaþjálfun o.fl.. Lögð er áhersla á að nemandinn finni æfingar við sitt hæfi, njóti þess að stunda æfingar og finni fyrir jákvæðum áhrifum á heilsu sína.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi þess að stunda æfingar
    • að vellíðan getur fylgt æfingum
    • að hægt er að njóta æfinga
    • að líkaminn styrkist við að stunda æfingar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera einfaldar teygjuæfingar
    • ganga sér til heilsubótar
    • gera æfingar í stöðvaþjálfun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í æfingum sem henta eða benda á hvaða æfingar henta honum
    • nýta sér ýmis tilboð á sviði hreyfingar s.s. sund, gönguferðir og stöðvaþjálfun
    • stunda æfingar í vatni
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.