Unnið er markvisst að lestrarþjálfun af bókum. Nemendur lesa heilar bækur, skáldsögur eða sögur byggðar á sönnum atburðum. Þjálfunin miðast við að nemendur reyni að yfirstíga vanmátt sinn gagnvart lestri stærri verka. Öðlist trú á eigin getu, fræðist um rithöfunda og helstu bókmenntaheiti, auki orðaforða og bæti lesskilning.
Nemendur þurfa að ráða yfir einhverri/nokkurri lestrargetu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismun skáldsagna og sagna byggðum á sönnum atburðum
uppbyggingu texta í skáldsögum og frásögnum
mikilvægi lestrar í daglegu lífi
að greina helstu bókmenntaheiti, s.s. söguþráð, tíma og persónur
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa sér til gagns í hljóði og leita svara við spurningum
lesa upphátt og tjá sig um innihald texta
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér bækur í daglegu lífi til gagns og gleði
spyrja spurninga og ígrunda mismunandi sjónarmið af víðsýni