Enska með áherslu á grunnþætti tungumálsins og bókmenntir
ENSK1GF03
61
enska
hlustun og tjáning, læsi, ritun
Samþykkt af skóla
1
3
AV
Markmið áfangans er að auka grundvallarfærni nemandans í tungumálinu og lögð sérstök áhersla á munnlega tjáningu og að nemendur tileinki sér hagnýtan orðaforða til daglegra samskipta. Farið er í stytta skáldsögu og áhersla lögð á innihald textans notast er við hlustun í yfirferð hluta lestraefnisins. Lögð eru fyrir stutt ritunarverkefni. Ritun er bæði tengd lesnu efni og áhugasviði nemanda.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
algengum orðum og orðasamböndum í rituðu og töluðu máli
réttri stafsetningu algengra orða sem koma fyrir í námsefni
almennum rauntextum og einföldum bókmenntaverkum
notkun hjálpargagna, svo sem notkun stafrænna orðabóka og leiðréttingaforrita
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
byggja upp og bæta orðaforða sinn með ýmsum aðferðum sem hentar hverjum og einum
beita grunnreglum enskrar málfræði í tali og ritun
skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt og áheyrilega
skilja almenna texta og einfalda bókmenntatexta
nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
skrifa stutta texta um málefni sem hann hefur kynnt sér
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta orðaforða sinn á skýran og skilmerkilegan hátt í tal- og ritmáli
tileinka sér aðalatriðin í stuttum tímarits- eða blaðagreinum
nýta sér upplýsingar sem koma fram í útvarpi, sjónvarpi og netmiðlum
taka þátt í umræðum
endursegja efni sem hann hefur lesið eða heyrt
taka þátt í umræðum um ýmisleg málefni og taka tillit til skoðana annarra
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.