Í áfanganum er sérstaklega litið á heilbrigði og velferð, sjálfbærni og skapandi starf. Áhersla er lögð á hollustu, fjölbreytt fæðuval, samsetningu fæðutegunda, fæðuhringinn, nýtingu, sparnað, endurvinnslu og velferð nemenda í daglegu lífi. Nemendur leysa verkefnin á sjálfstæðan hátt en einnig í samvinnu við aðra. Að auki munu verkefnin tengjast hollustu, hagkvæmni og hagnýtingu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
að lesa úr mismunandi uppskriftum
mikilvægi hollrar næringar og á fjölbreyttu fæðuvali
mikilvægi sjálfbærni í daglegu lífi
fæðuhringnum og samsetningu fæðunnar
sjálfstæðum vinnubrögðum, samvinnu og verkaskiptingu
hreinlæti og frágangi við matargerð, sparnaði og sóun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka til viðeigandi hráefni
lesa utan á umbúðir, sjá hvaða hráefni er í vörunni og úr hvaða fæðuflokkum
viðhafa viðeigandi hreinlæti við matargerð
skoða eigin neysluvenjur
flokka umbúðir og afganga á réttan hátt
nota viðeigandi búnað og hlífðarfatnað við eldhússtörf
breyta uppskriftum til að gera þær hollari og prófa þær
vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra nemendur
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa og nýta sér mismunandi uppskriftir og vinna eftir þeim
gera sér grein fyrir hvaðan hráefnið kemur, hvernig það er unnið og hvernig hægt er að nýta það á sem hagkvæman hátt með sjálfbærni í huga
verða meðvitaðir um hollustu þess sem þeir neyta og áhrif þess á líkamann
sýna hver öðrum virðingu, umburðarlyndi og vera fær um ýmis konar samvinnu
nýta eigin hæfileika og frumkvæði í að skapa úr mismunandi hráefni með viðeigandi áhöldum og heimilistækjum
skipuleggja flokkun og endurvinnslu á eigin heimili
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.