Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507980914.57

    Heimilisfræði með áherslu á íslenska matarmenningu og fjölbreytileika
    HEFR1ÍS02
    16
    Heimilisfræði
    íslensk matarmenning og fjölbreytileiki
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    AV
    Í áfanganum er fjallað um íslenska matarmenningu frá upphafi og fram á þennan dag. Hinar miklu breytingar skoðaðar og sérstaklega horft til fjölbreytileikans. Nemendur elda hefðbundin íslenskan mat, sérstaklega þann sem haldið hefur velli í áranna rás. Nemendur leysa verkefnin á sjálfstæðan hátt en einnig í samvinnu við aðra.
    HEFR1HO02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi þess að þekkja til sögu matarmenningu á Íslandi
    • mikilvægi þess að þekkja til sögu matarhefðar á Íslandi
    • geymsluaðferðum matvæla gegnum tíðina
    • breytingum á áhöldum, tækjum og tólum við matargerð gegnum tíðina
    • samsetningu fæðunnar gegnum tíðina
    • mikilvægi fjölbreyttrar fæðu og áhrif hennar á líkamann
    • sjálfstæðum vinnubrögðum, samvinnu, verkaskiptingu og hreinlæti
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • þekkja gamlar uppskriftir
    • breyta gömlum uppskriftum til að gera þær hollari og prófa þær
    • þekkja mismunandi hráefni og mikilvægi þeirra
    • lesa utan á umbúðir, sjá hvaða hráefni er í vörunni og úr hvaða fæðuflokkum
    • velja viðeigandi geymslustað fyrir matvæli, bæði tilbúin og í umbúðunum
    • viðhafa viðeigandi hreinlæti við matargerð og nota viðeigandi búnað
    • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra nemendur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir mikilvægi þess að þekkja þann hluta sögu íslendinga sem snýr að matarmenningu og matarhefðum gegnum tíðna
    • gera sér grein fyrir hinum stórkostlegu breytingum sem hafa orðið á gleymslu og vinnslu matvæla
    • lesa og nýta sér mismunandi uppskriftir og vinna eftir þeim
    • gera sér grein fyrir hvaðan hráefnið kemur og hvernig það er unnið
    • verða meðvitaðir um hollustu matvæla og áhrif þeirra á líkamann
    • sýna hver öðrum virðingu, umburðarlyndi og vera fær um ýmis konar samvinnu
    • nýta eigin hæfileika og frumkvæði í að skapa úr mismunandi hráefnum
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.