Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507981892.08

    Heimilisfræði með áherslu á mat og menningu frá öðrum löndum
    HEFR1MM02
    17
    Heimilisfræði
    Matur og menning frá öðrum löndum
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    AV
    Í áfanganum er lögð áhersla á mat og matarmenningu nokkurra þjóða. Nemendur fræðast um sögu og uppruna matarins og hvernig hefðir, menning, trúarbrögð, lega landa, landsvæði og fleira getur haft áhrif þar á. Nemendur kynnast fjölbreyttu hráefni og þjálfast í að matreiða rétti frá ýmsum löndum. Lögð er áhersla á að nemendur beri virðingu fyrir menningu og hefðum annarra þjóða. Nemendur leysa verkefnin á sjálfstæðan hátt en einnig í samvinnu við aðra.
    HEFR1ÍS02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtakinu matarmenningu og hversu misjöfn hún getur verið
    • mismunandi sögu þeirra landa sem unnið er með hverju sinni
    • uppruna matar í daglegu lífi í mismunandi löndum
    • mikilvægi hefða í mismunandi löndum
    • að vinnuferlið er alls staðar mikilvægt
    • umburðarlyndi og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
    • að lesa úr mismunandi uppskriftum
    • sjálfstæðum vinnubrögðum, samvinnu og verkaskiptingu
    • hreinlæti og frágangi við matargerð, sparnaði og sóun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa úr og nota mismunandi uppskriftir frá ólíkum löndum og menningu
    • beita fjölbreyttum aðferðum og áhöldum við ólíka matargerð
    • nota óhefðbundinn og ný hráefni á mismunandi átt
    • skoða eigin neysluvenjur með tilliti til neysluvenja fólks í öðrum löndum
    • nota viðeigandi búnað og hlífðarfatnað við eldhússtörf
    • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra nemendur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • kynnast nýjum matarhefðum og nýrri matarmenningu
    • matbúa nýjar og framandi uppskriftir frá öðrum löndum
    • smakka og borða nýjan og framandi mat frá öðrum löndum
    • sýna öðrum virðingu, umburðarlyndi og vera fær um ýmis konar samvinnu
    • nýta eigin hæfileika og frumkvæði í að skapa úr mismunandi hráefni með viðeigandi áhöldum og heimilistækjum
    • nota styrkleika sína á jákvæðan hátt í vinnu með ólíkum einstaklingum
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.