peningar, tímahugtök, tímaáætlanir og grunnaðferðirnar fjórar, verðgildi
Samþykkt af skóla
1
2
AV
Í áfanganum er unnið með stærðfærði daglegs lífs með fjölbreyttum nálgunum. Það verður meðal annars gert með mismunandi verkefnavinnu, vettvangsferðum í verslanir, í gegnum veraldarvefinn, notaðir verða tilboðsbæklinga og spil. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvar og hvenær stærðfræði kemur við sögu í daglegu lífi
gildi peninga
fjölbreytileika verslana
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nýta sér stærðfræðikunnáttu sína í daglegu lífi
fylgja dagsskipulagi
fylgja tímaáætlun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í stærðfræðilegum athöfnum daglegs lífs
átta sig á tíma- og dagsetningum
yfirfært stærðfræðikunnáttu sína þegar hann verslar inn
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.