Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507987594.87

    Stærðfræði með áherslu á heimilisinnkaup
    STÆF1HI02
    4
    Stærðfræði
    innkaup, peningar, verðmiðar, „kassakvittanir“ og innkaupalistar
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    AV
    Í áfanganum er lögð áhersla á verðútreikninga, verðsamanburð, verðgildi og þjálfun nemenda í að lesa á verðamiða í verslunum. Farið verður í gildi peninga ásamt verklegum æfingum í búðarferðum. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig heimilisinnkaup fara fram
    • gildi peninga
    • fjölbreytileika verslana
    • mikilvægi innkaupalista
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta sér innkaupalista
    • nota peninga eða kort
    • lesa á verðmiða
    • fara í mismunandi verslanir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • versla inn fyrir heimili
    • gera verðsamanburð
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.